„Á ferju um Flóa“ í Forsæti

Í tilefni af Fjöri í Flóa dagana 27.-29. maí opnar Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, myndlistarsýninguna „Á ferju um Flóa“ í galleríinu Tré og list, að Forsæti í Flóahreppi fimmtudagskvöldið 26. maí kl. 20:00.

Allir Flóamenn og nærsveitamenn eru velkomnir.

Páll Rúnar Pálsson söngvari mun flytja nokkur lög við undirleik Ólafs Sigurjónssonar og gestum verður boðið upp á rjúkandi kaffi, kleinur og súkkulaði.

Hátíðardagana verður sýningin opin frá kl. 13:00-18:00 og verður listamaðurinn á sýningunni eins og kostur verður á yfir sýningadagana.

Fyrri greinSelfossveitur skila góðum hagnaði
Næsta greinBæta aðgengi að Knarrarósvita