Aðventusamkoma í Mýrdalnum

Aðventusamkoma verður í Víkurkirkju í dag kl. 16.

Tónlistarflutning annast Samkór Mýrdælinga og nemendur Víkurskóla. Undirleikari og stjórnandi er Kári Gestsson organisti. Einsöngvari verður Eyrún Unnarsdóttir messósópran.

Að venju verður lesin jólasaga og sóknarprestur annast ritningarlestur og bæn.

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri ávarpar samkomuna í lokin.

Eftir stundina í kirkjunni verða ljósin kveikt á jólatré Mýrdalshrepps á Guðlaugsbletti.

Mýrdælingar eru hvattir til að fjölmenna á aðventusamkomuna og láta gleði komandi jóla gagntaka hug og sál.

Fyrri greinAðventusamkoma undir Eyjafjöllum
Næsta greinSprenging á Nesjavöllum