Aðventutónleikar í Hólmaröst

Jórukórinn og Karlakór Selfoss halda sameiginlega tónleika í Hólmaröst á Stokkseyri í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20:30.

Efnisskráin er fjölbreytt og í anda jólanna, sem óðum nálgast og er því tilvalið að njóta kvöldstundar og komast í jólaskap við ljúfa tóna þessara ágætu kóra.
Stjórnandi Jórukórsins er Helena R. Káradóttir og Loftur Erlingsson stjórnar Karlakór Selfoss.

Þetta er í þriðja sinn sem þessir kórar bjóða upp á sameiginlega tónleika á aðventu. Aðgangseyri er í hóf stillt kr. 2000 og frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.