Aðventusamkoma undir Eyjafjöllum

Aðventusamkoma fyrir allar sóknir undir Eyjafjöllum verður í Ásólfsskálakirkju í dag kl. 13.

Barnakór Hvolsskóla syngur undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur.

Fjölbreytt tónlistardagskrá við allra hæfi.Lesin verður jólasaga og sóknarprestur annast ritningarlestur og bæn.

Eyfellingar eru hvattir til að fjölmenna á aðventusamkomuna og láta gleði komandi jóla gagntaka hug og sál.