Aðventuhátíð í Holtunum

Aðventuhátíð verður haldin að Laugalandi Holtum í dag, sunnudag, kl. 13:00-16:00.

Kvenfélagið Eining Holtum sér um hátíðina og verður dagskráin fjölbreytt. Handverksmarkaður, tónlistaratriði fyrir unga sem aldna, tombóla fyrir börn á öllum aldri, sýning á eyrnalokkasafni, jóladúkum og tónlistaratriði. Ingó, Ómar Diðriks og Harmonikkufélag Rangæinga koma fram. Kynning verður á nýjum bókum.

Tombólan er til styrktrar barnasjóði Einingar og rennur ágóði til að styrkja starf barna. Vinningar eru á öllum miðum. Veitingasala, jólakortasala og kökusala verður í umsjón kvenfélaga og foreldrafélags leikskólans á svæðinu.

Hugvekja verður undir umsjón sr. Halldóru Þorvarðardóttur, kveikt verður á jólatrénu og jólasveinar koma í heimsókn.

Allir eru hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis.