Að sniðganga kemísk efni

Sesseljuhús – umhverfissetur á Sólheimum mun standa fyrir röð fræðslufunda í allt sumar um efni sem tengjast umhverfismálum. Fyrsti fundurinn er í dag, laugardag, kl. 13.

Þar fjallar Benedikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi um hvernig sniðganga megi kemísk efni í umhverfinu s.s. í matvælum, snyrtivörum og hreinlætisvörum.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinUmræðudagskrá í listasafninu
Næsta greinSjómannahátíð í Landeyjunum