28 kórar á Suðurlandi

Kórastarfsemi er fyrirferðamesta menningarstarfsemin á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum sem Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur tekið saman fyrir síðasta ár.

Hvorki fleiri né færri en 28 kórar störfuðu á síðasta ári og greinilegt að sönglistin á traustan stuðning hér.

Menningarminjasöfn komu þar næst á eftir en þau eru 25 talsins. Almenningsbókasöfn eru sautján talsins og það sem fellur undir hátíðir einnig.

Tólf leikfélög voru starfandi og á Suðurlandi má finna níu gallerí. Lista- og ljósmyndasöfn eru fimm talsins og héraðsskjalasöfn þrjú.

Fyrri greinFer dræmt af stað
Næsta greinVallarmet og hola í höggi