1860 spilar í kvöld

Hin unga og efnilega hljómsveit 1860 verður með tónleika í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í kvöld, öskudag kl. 20:30

Hljómsveitin spilar skemmtilegt alþýðupopp og hefur gefið út eina plötu.

Lögin Snæfellsnes og Orðsending að sunnan hafa mikið heyrst í útvarpi og þeir stefna að því að gefa út nýja plötu með vorinu.

Hljómsveitin er tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem Bjartasta vonin.

Ekki missa af tónleikum með hljómsveit sem á eftir að vekja mikla athygli.

Aðgangur 1.500 krónur