100 ára afmælishátíð

Menningarvitinn Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka fyllir 60 lífárin hinn 7. júlí nk. Auk þess hefur hann verið í félagsmálaforystu í 40 ár.

Fyrst á Flateyri á sinni gömlu heimaslóð til 1983, síðan í Hafnarfirði og svo í þorpunum við suðurströndina og víðar á Suðurlandi frá 1999.

Vegna þessara 100 ára boða Hrútavinafélagið Örvar og fleiri samstarfsmenn Björns Inga til afmælissamkomu laugardagskvöldið 6. júlí nk. í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, þar sem þessum áföngum verður fagnað í tali og tónum.

Fram koma m.a. hljómsveitirnar Æfing og Siggi Björns frá Flateyri, Granít frá Vík í Mýrdal og Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Á borðum verður þjóðleg kjötsúpa með öllu tilheyrandi að hætti Hrútavina ásamt límonaði og lageröli.

Síðan verður dansleikur með hljómsveitinni Granít fram á nótt. Afmælisbarnið afþakkar allar gjafir en framlög í Menningarsjóð Hrútavina er kr. 2.500 sem aðgangseyrir.

Væntanlegir hátíðargestir vinsamlegast tilkynni þátttöku fyrir 2. júlí á netfangið bibari@simnet.is eða í síma 897-0542.

Menningarnefnd Hrútavinafélagsins Örvars

Fyrri greinHlaupið á milli jökla
Næsta greinPíurnar sigruðu strandblakmótið