Þeyst á klárum andagiftar og listfengi

Síðasta leskvöld þessarar aðventu verður í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl 20:30.

Þá mæta til leiks eftirtaldir höfundar: Jón Atli Jónasson, Þórunn Erlu Valdimarsdóttir – sem bæði eru sagnaskáld – Guðjón Ragnar Jónasson þýðandi, Sigrún Elíasdóttir ævisöguritari, Bjarki Bjarnason sagnaskáld og stjórnmálakempurnar Björgvin Guðmundsson og Guðni Ágústsson.

Ekki missa af einstæðu menningartækifæri þar sem metsöluhöfundar, núverandi og verðandi, þeysa á klárum andagiftar og listfengi.

Upplestur hefst um klukkan 20:30 og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinÍtreka óánægju með póstþjónustu
Næsta greinJóladjass í Tryggvaskála