Æviminningar, spennusögur og ljóð í Bókakaffinu

Í kvöld kl. 20 munu lesa í Sunnlenska bókakaffinu þau ÚIfar Þormóðsson, Jón Bjarki Magnússon, Áslaug Ólafsdóttir, Jón Hjartarson, Finnbogi Hermannsson, Solveig Eggertz og Jón Yngvi Jóhannsson.

Úlfar Þormóðsson les úr bók sinni Farandskuggar, Jón Bjarki Manússon les úr ljóðbókinni Lömbin í Kambódíu (og þú), Áslaug Ólafsdóttir les úr unglingabókinni Undur og örlög, en bókin er skrifuð af barnabarni hennar, Áslaugu Ýr Hjartardóttur. Jón Hjartarson, maður Áslaugar Ólafsdóttur, les úr bók sinni Veislan í norðri, Finnbogi Hermannsson les úr sögulegri skáldsögu sem hann nefnir Virkið í vestri, Solveig Eggertz les úr bókinni Selkonan og að lokum les Jón Yngvi Jóhannsson úr bókinni Landnám sem er ævisaga Gunnars Gunnarssonar rithöfundar.

Fjölbreytt og spennandi upplestrarkvöld.

Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinAukaframlag nýtist heilsugæslunni á Hellu
Næsta greinEinar Ottó ekki með næsta sumar