Þýskir hrútavinir í heimsókn

Þýska Hrútavinafélagið er í heimsókn á Stokkseyri. Hátíðarsamkoma vegna heimsóknarinnar verður kl. 19 í dag í Svartakletti í Hólmaröst.

Í Svartakletti fara Elfar Guðni Þórðarson listmálari og Helga Jónasdóttir fyrir móttökunefndinni. Boðið verður upp á kæsta skötu að vestfirskum hætti.

Hópur alþýðunnar í Hrútavinafélaginu Örvari kemur saman að þessu tilefni og horfir yfir mannlíf og menningu liðins árs og jafnvel lengra aftur í tímann.

Upppantað er á móttökuhátíðina og einungis laus sæti á svörtum markaði þar sem Hrútavinafélagið hefur hafið starfsemi á að sinni alkunnu siðbótar-hugsjón.