Þrjár aukasýningar á Stútungasögu

Leikfélag Ölfuss sýnir nú allra síðustu sýningar á Stútungasögu. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson.

Um er að ræða þrjár sýningar sem verða í kvöld laugardaginn 8. janúar, föstudaginn 14. janúar og laugardaginn 15. janúar.

Allar sýningar hefjast klukkan 20 og sýnt er í Versölum í Þorlákshöfn.