Þrestir í Skálholti 1. maí

Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði heldur sína árlegu tónleika í Skálholti á föstudag, 1. maí og hefjast þeir kl. 15.

Líkt og áður er aðgangur ókeypis á þessa tónleika Þrastanna.

Á söngskrá tónleikanna má finna hefðbundin karlakóralög, en auk þess flytur kórinn nokkur lög eftir Magnús Eiríksson, sérstaklega útsett fyrir kórinn.

Stjórnandi Karlakórsins Þrasta er Jón Kristinn Cortez og undirleikari er Jónas Þórir.