Þrek og tár á Selfossi

Leikfélag Selfoss hefur hafið æfingar á leikritinu Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Lilju Nóttar Þórarinsdóttur.

Þrek og tár var fyrst frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1995 og er hvort tveggja fjölskyldusaga og þroskasaga ungs manns á sjöunda áratug síðustu aldar.

Leikritið inniheldur mikið af tónlist og fjölda sígildra dægurlaga sem fyrir löngu hafa skotið rótum í hjörtum Íslendinga.

Um viðamikla uppfærslu er að ræða en sautján leikarar taka þátt í sýningunni auk hljómsveitar og fjöldi fólks kemur að henni á bak við tjöldin.

Stefnt er að frumsýningu í síðari hluta janúar.

Fyrri greinHótel Geirland er bær mánaðarins
Næsta greinRiðlarnir klárir í deildarbikarnum