Þór leiðir Jónsmessugönguna

Jónsmessuganga Hjónaklúbbs Selfoss verður gengin á föstudagskvöld. Í ár verður gengið um Arnarbælis- og Auðsholtshverfi.

Göngustjóri verður Þór Vigfússon og mun hann fræða göngumenn um sögu staðarins og stríðsminjar sem þar eru. Svæðið á sér mjög áhugaverða sögu sem gaman verður að heyra um frá fróðum og skemmtilegum göngustjóra.

Eins og ávallt verður boðið uppá léttar veitingar í lok göngunnar. Lagt verður af stað frá Ráðhúsi Árborgar kl. 21.

Stjórn klúbbsins vill sérstaklega taka það fram að allt hjóna- og sambýlisfólk er velkomið í gönguna og að sjálfsögðu geta félagsmenn boðið með sér vinum þó einhleypir séu.
Frítt er fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða kr. 1.800.-

Ef sambýlisfólk hefur hug á að skrá sig í klúbbinn er hægt að hafa samband við Elínborgu Gunnarsdóttur, formann, í síma 892-2353 eða senda tölvupóst á verktak@simnet.is, auk þess er hægt að skrá sig á Facebook undir Hjónaklúbbur Selfoss.