Þjóðleiðirnar vinsælar

Jónas Kristjánsson á Kaldbak í Hrunamannahreppi á söluhæstu bókina í Sunnlenska bókakaffinu síðustu vikuna.

Bókin Þúsund og ein þjóðleið hoppar úr 4. sætinu í toppsæti sölulistans.

Þar á eftir koma Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Almanak HÍ 2012.

Í 4. sæti er ljósmyndabókin Selfoss eftir Gunnar Marel Hinriksson og Einvígi Arnaldar Indriðasonar er í 5. sæti.

Listinn er tekinn saman eftir bóksölu dagana 30. nóvember til 6. desember.