Þingvellir í fókus

Í dag kl. 18 opnar ljósmyndasýningin Þingvellir í fókus í fræðslumiðstöð Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Á sýningunni má sjá fjölda ljósmynda sem allar eru teknar á Þingvöllum og við Þingvallavatn. Flestar eru teknar í þjóðgarðinum sjálfum, en einnig eru myndir teknar víðar við vatnið.

Hugmyndin með þema sýningarinnar að þessu sinni var að sjá hvernig félagsmenn nálgast Þingvallavatn og nágrenni á mismunandi hátt og athyglisvert er að sjá hvernig mismunandi sjónarhorn gefa ólíkar myndir af sama viðfangsefni.

Allar myndirnar á Þingvellir í fókus eru til sölu. Myndirnar eru stækkaðar á vandaðan striga.

Sýningin stendur til 13. júní. Opnunartími í fræðslumiðstöðinni í Þjóðgarðinum á Þingvöllum er alla daga kl. 9-17.

Fyrri greinKökubasar í Kjarnanum
Næsta greinRokktónleikar í Hvíta í kvöld