Ævintýrakistan frumsýnd á sumardaginn fyrsta

Það er hefð fyrir því að Leikfélags Sólheima frumsýni leiksýningu á sumardaginn fyrsta. Á því verður engin breyting í ár en nú verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan.

Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum. Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómsveitin. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni.

Sýnt verður í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Frumsýning er fimmtudaginn 20. apríl og næstu sýningar eru 22. og 23. apríl og seinustu sýningarnar 29. og 30. apríl. Allar sýningarnar byrja kl. 14.00 og taka um klukkutíma.

Miðasalan er í síma 847 5323 eða solheimar@solheimar.is.