Zoran hættir með Selfossliðið – Gunni Borg tekinn við

Stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og Zoran Miljkovic hafa komist að samkomulagi um að Zoran láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla þegar í stað.

Zoran tók við liði Selfoss síðastliðið haust en gengi liðsins í 1. deildinni í vetur hefur verið langt undir væntingum og sitja Selfyssingar nú í 10. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.

Í yfirlýsingu frá stjórn knattspyrnudeildarinnar er Zoran þakkað fyrir samstarfið og honum óskað velfarnaðar í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, kemur nú inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og mun stýra liðinu ásamt Jóni Steindóri Sveinssyni og Elíasi Erni Einarssyni sem verið hafa Zoran til aðstoðar í sumar.

Næsti leikur Selfyssinga er gegn toppliði Þróttar á heimavelli næstkomandi mánudag.

Fyrri greinBílastæðagjöld innheimt á Þingvöllum
Næsta grein„Þetta var sæmilegt í kvöld“