Yfirburðasigur okkar krakka á frábæru móti

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokkum 11-14 ára var haldið á Selfossvelli fyrir skömmu. Rúmlega 200 keppendur voru mættir til leiks hvaðanæva af landinu og var það mál manna að vel hefði tekist til með framkvæmd mótsins.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða frá mörgum félögum kom að mótinu og hjálpaði til, bæði við framkvæmd frjálsíþróttakeppninnar og eins við gæslu og eldamennsku þar sem HSK bauð keppendum upp á gistingu og mat yfir helgina. Hér með viljum við þakka þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir hjálpina og eins þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur með vörum en það voru: MS, Guðnabakarí, Almar bakarí Hveragerði, Kökuval, Bónus Hveragerði, Sölufélag Garðyrkjubænda og Icelandic water holdings.

Keppnislið HSK/Selfoss lét ekki sitt eftir liggja en 70 keppendur voru skráðir til leiks frá liðinu. Skemmst er frá því að segja að liðið sigraði mótið með 1169,5 stigum en í öðru sæti varð lið UFA með 492 stig. Á mótinu voru slegin þrjú Íslandsmet í heildina og þrjú HSK met féllu.

Hér að neðan eru taldir upp þeir keppendur heimaliðsins sem komust á verðlaunapall en margir fleiri persónulegir sigrar náðust á mótinu.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.fri.is.

Fyrri greinGrímsnes- og Grafningshreppur er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi
Næsta greinTanja ráðin yfirþjálfari og systurnar sjá um dansinn