Yfir 130 bætingar á HSK mótum helgarinnar

Sigurlið Umf. Selfoss á aldursflokkamótinu. Ljósmynd/HSK

Aldursflokkamót HSK í frjálsum 11-14 ára og Unglingamót 15-22 ára voru haldin í Selfosshöllinni síðastliðinn sunnudag. Alls mættu 47 keppendur frá sex félögum á aldursflokkamótið og 29 keppendur frá fjórum félögum hófu keppni á unglingmótinu.

Góður árangur náðist á báðum mótunum en margir þátttakendur bættu sinn árangur í fjölda greina og samkvæmt upplýsingum úr mótaforitinu voru samtals 131 persónuleg met bætt á mótunum.

Keppendur Selfoss unnu samtals 23 HSK meistaratitla á aldursflokkamótinu, Dímonarkeppendur unnu 10 titla, Þjótandi fjóra titla og Laugdælir unnu einn titil. Selfoss vann stigakeppni félaga á aldursflokkamótinu með samtals 373 stig. Dímon varð í öðru sæti með 145 stig og Þjótandi varð í þriðja með 77 stig.

Á unglingamótinu unnu keppendur Selfoss samtals 25 HSK meistaratitla, Garpur vann fjóra titla, Þjótandi tvo og Dímon vann einn titil. Selfoss vann stigakeppni unglingamótsins með yfirburðum, hlaut 341 stig, Þjótandi varð í öðru sæti með 38 stig og Dímon varð í þriðja sæti með 30 stig.

Heildarúrslit mótsins má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Sigurlið Selfoss á unglingamóti HSK 2024. Ljósmynd/HSK
Frá keppni í 60 metra hlaupi stúlkna 13 ára. Ljósmynd/HSK
60 metra hlaup 15 ára stúlkna á unglingamótinu. Ljósmynd/HSK
60 metra grindahlaup 18-19 ára drengja á unglingamótinu. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinAlfredo kemur heim
Næsta greinGul viðvörun: Hvassviðri og dimm él