YaoYao og Bolou þeir steiktustu

Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfossliðsins í knattspyrnu, kemur víða við í pistli sem hann ritar á fotbolti.net í dag.

Jóhann fer þar yfir knattspyrnusumarið og segir ekki hægt að skrifa um sumarið án þess að minnast á komu Fílabeinsstrendinganna Jean Stephane YaoYao og Bolou Guessan sem séu „án efa með steiktustu eintökum sem spilað hafa fyrir Selfoss, og þá eru taldir með menn eins og Agnar Bragi og Andri Freyr,“ segir Jóhann.

Þessar skemmtilegu hugleiðingar markvarðarins knáa má lesa hérna.