Worthy og Kirkman í Hamar

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur fengið til sín tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 1. deild karla í vetur.

Hamar hefur samið við bandaríska bakvörðinn Terrence Worthy sem kemur út Concordia Irvine háskólanum. Worthy þykir góður varnarmaður og var leiðtogi í sínu liði þar sem hann skoraði 10.8 stig var með 2,5 fraköst og 2,5 stoðsendingar.

Þá hefur Hamar einnig samið við Bretann Louie Kirkman sem hefur verið á reynslu hjá liðinu að undanförnu. Kirkman spilaði síðast í ensku 3. deildinni þar sem hann skoraði drjúgt.