Vorverkin unnin um hávetur

Síðustu daga, allt frá því í lok janúar, hefur Golfklúbbur Selfoss unnið að því að dreifa kjötmjöli á golfvöllinn á Svarfhóli. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert.

Einnig verður kjötmjöli dreift á alla knattspyrnuvellina í Árborg.

Að sögn Hlyns Geirs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra GOS, á kjötmjölið að hafa mjög góð áhrif á grasið og jarðveginn og vænta menn þess að grasið verði þéttara og grænna þegar fer að vora.

Fyrri greinVindmyllurnar gangsettar í dag
Næsta greinSigurður og Loki sigruðu með yfirburðum