Vonir Árborgara dvína

Markaskorarinn Kristinn Ásgeir sækir að marki KH í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg tók á móti KH í toppbaráttuslag í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigri hefði KH tryggt sig upp um deild og Árborg setið eftir en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli svo Árborg á ennþá veikan möguleika.

KH komst yfir strax á 6. mínútu en á Kristinn Ásgeir Þorbergsson jafnaði fyrir Árborg úr vítaspyrnu á 13. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góða spretti hjá báðum liðum. Árborg var meira með boltann í seinni hálfleiknum en KH menn voru skeinuhættir fram á við og fengu betri færi en Pétur Logi Pétursson stóð vaktina vel í markinu hjá Árborg.

KH er í 2. sæti með 33 stig og Árborg í 3. sæti með 27 stig. Til þess að ná 2. sætinu af KH þarf Árborg þarf að vinna síðustu tvo leikina stórt og treysta á að KH tapi stórt.

Fyrri greinFestist í aurbleytu utan vegar
Næsta greinSelfoss hafði betur í hörkuleik