Vonast til að Sunnlendingar fjölmenni á mótið

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 12.-15. júlí á Sauðárkróki. Mótið í ár verður stærsta Landsmót UMFÍ 50+ frá upphafi því það er haldið samhliða Landsmótinu á Sauðárkróki, fjögurra daga íþróttaveisla fyrir fullorðna.

Eins og allir vita sem hafa tekið þátt í mótunum þá er þetta frábær blanda af íþróttakeppni og hreyfingu fyrir fólk á besta aldri sem vill njóta þess að vera saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eru eldri.

Mótið í ár verður stærsta Landsmót UMFÍ 50+ frá upphafi því það er haldið samhliða Landsmótinu á Sauðárkróki, fjögurra daga íþróttaveisla fyrir fullorðna. Til viðbótar við fjölda keppnisgreina eru fyrirlestrar um eitt og annað tengt lýðheilsu alla mótsdaga.

Þátttökugjald er 4.900 kr. til og með 15. júní 2018. Eftir 15. júní hækkar verðið upp í 6.900 kr.

Á síðasta Landsmóti 50+, sem haldið var í Hveragerði í fyrra, tóku 108 keppendur af sambandssvæði HSK þátt. Vonast er til að Sunnlendingar fjölmenni norður á mótið í ár.

Nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu UMFÍ.

Fyrri greinStóð ég við Öxará
Næsta greinMikilvægt að Ölfusingar sýni gestum vinskap