Völlurinn á Hvolsvelli verður „SS völlurinn“

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) og Sláturfélag Suðurlands hafa gert með sér samning sem hljóðar svo að SS mun styrkja KFR um eina milljón króna á ári næstu þrjú ár.

Merki SS verður á keppnistreyjum KFR í meistaraflokki og á öllum búningum yngri flokka. Í yngri flokkum er KFR í samstarfi við ÍBV svo merktir búningar verða nærri 400 talsins.

Fánar og auglýsingaskilti frá SS verða á heimaleikjum KFR og mun knattspyrnuvöllurinn fá nafnið SS völlurinn.

Fyrri greinÞrjár bílveltur og þrettán á pinnanum
Næsta greinTilbúin til samstarfs við önnur sveitarfélög