Vítaspyrna Tokic skildi á milli liðanna

Hrvoje Tokic skoraði af punktinum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss lagði Vestra að velli í A-deild deildarbikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag.

Eina mark leiksins kom á 35. mínútu og það skoraði Hrvoje Tokic úr vítaspyrnu, eftir að brotið var á Aroni Einarssyni í teignum.

Lokatölur urðu 1-0 en þetta var fyrsti sigur Selfoss í riðlinum. Selfoss hefur nú 3 stig í 5. sæti en Vestri er í botnsætinu og hefur ekki unnið leik. Liðin leika bæði í 1. deildinni á komandi Íslandsmóti.

Fyrri greinSannfærandi sigur KFR
Næsta greinKona í sjálfheldu í hlíðum Ingólfsfjalls