Vinavika framundan í körfuboltanum

Stelpunum í minnibolta FSu var boðið á leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta þann 23. nóvember gegn Portúgal.

Stelpurnar fengu þann heiður að leiða liðsmenn beggja liða inn á völlinn og var spennan í hámarki yfir því. Ekki skemmdi fyrir að Ísland vann leikinn með 11 stiga mun.

FSu stendur fyrir Vinaviku daganna 5.-9. desember. Þá eru stelpurnar í minnibolta (1.-6. bekk) hvattar til þess að taka með sér vinkonur á æfingu sem endar svo á pizzaveislu í lok vikunnar.

Æfingatöfluna má finna inná heimasíðu körfuboltans fsukarfa.is