Viltu áritaðan búning frá nýjasta landsliðsmanninum?

Knattspyrnudeild Selfoss verður með búningamarkað í Selinu við Engjaveg á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 15. Þar eru ýmsar gamlar gersemar í boði.

Þarna eru til sölu gamlir búningar af ýmsum stærðum og gerðum á spottprís og líklega má lofa því að þeir sem mæta með þúsundkall á svæðið fara ekki tómhentir heim.

Stelpurnar í úrvaldsdeildarliði Selfoss standa vaktina í Selinu og eru jafnvel í prúttstuði.

Meðal annars eru til sölu gamlir búningar sem Ingólfur Þórarinsson, Viðar Örn Kjartansson og nýjasti landsliðsmaðurinn, Jón Daði Böðvarsson hafa áritað. Einnig eru til sölu búningar af Sævari Þór Gíslasyni, Guðmundu Óladóttur, Katrínu Friðgeirsdóttur og fleiri hetjum sem spiluðu í upp yngri flokka og í meistaraflokk.

Fyrri greinKynþokkinn lekur af sjúkraflutningamönnunum
Næsta greinTöpuðu í baráttunni um Suðurland