Villikötturinn sigraði í töltinu

Svandís ásamt Siguroddi Péturssyni sem varð í 2. sæti og Glódísi Líf Gunnarsdóttur sem varð í 3. sæti. Ljósmynd/Aðsend

Svandís Atkien Sævarsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, mætti sem villiköttur í lokamót Vesturlandsdeildarinnar í Borgarnesi í síðustu viku en þá var keppt í tölti.

Hvert lið má tefla fram svokölluðum villiketti í einu móti í mótaröðinni og lið Laxárholts fékk Svandísi sem sinn villikött í lokamótið.

Svandís keppti á hryssu sinni Fjöður frá Hrísakoti en þær stóðu efstar eftir forkeppnina með einkunnina 7,17 og sigruðu að lokum úrslitin með einkunnina 7,28.

Fyrri greinEnn eitt stórvirkið hjá Lúðrasveit Þorlákshafnar
Næsta greinLög Braga Valdimars og klassískar perlur á tónleikum Hreppamanna