Vill sjá þjóðarhöll rísa á Selfossi

Tómas Ellert Tómasson. Ljósmynd/Aðsend

Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, vill sjá þjóðarleikvang fyrir handboltann rísa á Selfossi.

Tómas Ellert lýsir þessu í aðsendri grein á Vísi í gærkvöldi.

„Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur. […] Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við Sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður,“ segir Tómas Ellert og sendir boltann yfir á ríkisstjórnina.

Smelltu hér til þess að lesa greinina.

Fyrri grein„Ég er í skýjunum“
Næsta greinFramboð M-listans í Árborg kynnt á laugardag