Vilhjálmur og Ragnar áfram í Hamri

Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ragnar Sigurjónsson skrifuðu undir nýjan samning við knattspyrnulið Hamars í síðustu viku.

Það er mikill fengur að halda þessum strákum. Við erum að ganga frá samningum við leikmenn núna og gerum okkur vonir um að allir leikmenn sem spiluðu með Hamri á síðasta tímabili verði áfram, sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Hamars, í samtali við sunnlenska.is.

Æfingar hjá Hamri hefjast í dag og segir Jón að menn bíði í ofvæni eftir að komast í aftur í gang.

2. flokkur Hamars, undir stjórn Ólafs Jósepssonar, hefur hafið æfingar og eru mikil ánægja með að það, þar sem aldrei hefur verið starfræktur 2. flokkur hjá Hamri.