Vilborg vann besta afrek mótsins

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Þorlákshöfn í síðustu viku. Tuttugu keppendur frá þremur liðum tóku þátt og voru skráningar 48 talsins.

Hamar vann stigakeppni félaga með 87 stig, Selfoss varð í öðru sæti með 35 stig og Dímon varð í þriðja með 27 stig.

Vilborg Óttarsdottir frá Hamri var stigahæsta sundkona mótsins, hlaut 18 stig og sigraði í þremur greinum. Dagbjartur Kristinsson frá Hamri vann einnig þrjár greinar og varð stigahæsti sundmaður mótsins.

Vilborg vann einnig besta afrekið, samkvæmt stigatöflu FINA. Hún hlaut 325 FINA stig fyrir 50 m flugsund.

Sundnefnd HSK vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Þorlákshöfn sem gerði sambandinu fært að halda mótið.

Heildarúrslit eru á www.hsk.is, en hér má sjá HSK meistara í öllum greinum mótsins.

HSK meistarar:

50 m flugsund
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 38,96
Vilborg Óttarsdóttir Hamar 40,16

50 m baksund
Guðjón Dagbjartsson Hamar 45,44
Vilborg Óttarsdóttir Hamar 43,90

50 m bringusund
Jakob Þórir Hansen Dímon 56,23
Vilborg Óttarsdóttir Hamar 51,02

50 m skriðsund
Jakob Þórir Hansen Dímon 44,98
Guðrún Rís Guðmundsdóttir Hamar 39,56

100 m baksund
Orri Bjarnason Dímon 1:30,53

100 m skriðsund
Baldur Þór Bjarnason Selfoss 1:14,56
Katrín Linda Hilmisdóttir Hamar 1:43,28

200 m fjórsund
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 3:00,81

100 m bringusund
Orri Bjarnason Dímon 1:45,33
Katrín Linda Hilmisdóttir Hamar 1:51,96

100 m flugsund
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 1:27,78

4x50m fjórsund
Karlasveit Hamars 3:14,70
Hamar-Dímon 3:01,78

Fyrri greinHSK sækir um ULM 2017 og 50+ árið 2016
Næsta greinStrákarnir okkar: Jón Daði skoraði