Viktor, YaoYao og Bolou fara

Viktor Unnar Illugason mun ekki framlengja samning sinn við 1. deildar lið Selfoss í knattspyrnu og þeir Jean Stephane YaoYao og Bolou Guessan munu fara frá félaginu.

Viktor Unnar segir í samtali við fotbolti.net að hann ætli að leita sér að liði í Pepsi-deildinni. Fílabeinsstrendingarnir munu líklega fara aftur til Noregs en félög þar hafa sýnt þeim áhuga. Þeir komu til Selfoss frá Lyn í Noregi.

Líklegt þykir að Martin Dohlsten muni leika með Selfyssingum í 1. deildinni að ári en þessi geðþekki Svíi hefur vaxið mikið í síðustu leikjum liðsins.

Þá hefur Gunnar Borgþórsson lagt skóna á hilluna en hann mun taka við Íslandsmeistaraliði Vals í kvennaflokki. Valur sendi tilkynningu þess efnis frá sér nú eftir hádegi. Gunnar var yfirþjálfari yngri flokka á Selfossi og umsjónarmaður Knattspyrnuakademíu Íslands á Selfossi. Hann lék fjóra leiki fyrir Selfoss í sumar í deild og bikar.

Á fotbolti.net er farið yfir samninga leikmanna liðanna í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Samningslausir Selfyssingar eru þessir:
Viktor Unnar Illugason, frá 16.10.2010
Einar Ottó Antonsson, frá 31.12.2010
Elías Örn Einarsson, frá 31.12.2010
Guðmundur Þórarinsson, frá 31.12.2010
Ingólfur Þórarinsson, frá 31.12.2010
Ingþór Jóhann Guðmundsson, frá 31.12.2010
Jóhann Ólafur Sigurðsson, frá 31.12.2010
Jón Guðbrandsson, frá 31.12.2010
Jón Steindór Sveinsson, frá 31.12.2010
Sævar Þór Gíslason, frá 31.12.2010

Fyrri greinLækkaður hámarkshraði í Suðurlandsvegi
Næsta greinEggert Valur: Vandinn í sorpmálum á Suðurlandi