Viktor Unnar í Selfoss

Selfoss hefur samið við Viktor Unnar Illugason, fyrrverandi leikmann Vals, og mun hann leika með liðinu út tímabilið.

Viktor staðfesti þetta við Fótbolta.net fyrir stuttu og verður hann orðinn löglegur með Selfossliðinu á sunnudag gegn KR.

Viktor, sem er 20 ára gamall framherji, gekk tikl liðs við Vals fyrir síðasta tímabil frá enska liðinu Reading. Þar glímdi Viktor við meiðsli og kom að lokum aftur heim á Ísland.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar, þjálfara Vals, eftir að hann tók við.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina hér