Víkingarnir of stór biti

Andri Dagur Ófeigsson skoraði sex mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Eftir langt hlé hófst keppni í 1. deild karla í handbolta aftur í kvöld. Ungmennalið Selfoss heimsótti Víkinga og sóttu ekki gull í greipar þeirra. Lokatölur urðu 28-19.

Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu þar góðu forskoti sem þeir héldu út leikinn. Staðan í hálfleik var 17-9. Selfyssingum gekk mun betur í vörninni í seinni hálfleik en bilið varð ekki brúað og niðurstaðan níu marka tap.

Selfoss er í 6. sæti 1. deildarinnar með þrjú stig, að loknum fjórum leikjum.

Andri Dagur Ófeigsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson og Vilhelm Freyr Steindórsson 4 og þeir Arnór Logi Hákonarson, Sæþór Atlason, Gunnar Flosi Grétarsson, Ísak Gústafsson og Daníel Karl Gunnarsson skoruðu allir 1 mark.

Fyrri greinÞórsarar fengu skell í Keflavík
Næsta greinHamar tók af skarið undir lokin