Vígsluhátíð á Selfossvelli í kvöld

Nýr aðalvöllur og áhorfendastúka á Selfossvelli verða vígð með stuttri athöfn fyrir leik Selfoss og Keflavíkur í Pepsi-deild karla í kvöld.

Athöfnin hefst klukkan 18:45 þar sem flutt verða nokkur stutt ávörp en að því loknu mun sr. Óskar H. Óskarsson blessa mannvirkið.

Einnig munu 3. deildarmeistar Selfoss frá 1966, bikarmeistarar 2. flokks 1966 og Íslandsmeistarar 2. flokks 1967 heiðra samkomuna með nærveru sinni.