Viðar Örn lánaður til Hammarby

Viðar Örn ásamt föður sínum. Kjartani Björnssyni, í höfuðstöðvum Hammarby. Ljósmynd/Hammarby

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson hefur verið lánaður frá rússneska liðinu Rostov til sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby.

Viðar, sem er 29 ára gamall, er lánaður til Svíþjóðar fram í júlí en hann þekkir vel til í sænsku deildinni eftir að hafa spilað með Malmö árið 2016.

Hammarby varð í 4. sæti í sænsku deildinni á síðustu leiktíð en nýtt tímabil hefst í Svíþjóð um mánaðamótin.

„Sænska deildin er líklega búin að taka framúr þeirri dönsku sem sterkasta deildin á Norðurlöndunum. Hún er ein af fáu deildunum sem eru í boði fyrir mig núna þannig þetta er frábært skref fram að sumri,” sagði Viðar í samtali við fotbolti.net.

Fyrri greinSara hefur náð fjórum lágmörkum fyrir ÍM
Næsta greinAuðvelt að rækta grænmeti og kryddjurtir í glugganum