Viðar Örn lánaður til Tyrklands

Viðar kominn í búning Yeni Malatyaspor. Ljósmynd/Yeni Malatyaspor

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson frá Selfossi hefur verið lánaður til tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Yeni Malatyaspor frá rússneska félaginu Rostov.

Samningurinn er gerður til sex mánaða með möguleika á árs framlengingu.

Viðar fór til Tyrklands í síðustu viku ásamt umboðsmanni sínum og skrifaði undir lánssamninginn í Istanbul í morgun. Hann lék síðast með Rubin Kazan í Rússlandi og var einnig þar á lánssamningi frá Rostov.

Yeni Malatyaspor er á lygnum sjó í 9. sæti tyrknesku deildarinnar, með 24 stig eftir 18 leiki.

Fyrri greinÞrír Selfyssingar kepptu í Skotlandi
Næsta greinFjórtán slys án alvarlegra meiðsla