„Við vorum sjálfum okkur verstar“

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði gegn Fylki í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, á gríðarlega svekkjandi hátt á Selfossvelli í dag.

„Þær nýta sín færi, við ekki. Það er bara skandall að við nýt­um ekki fær­in okk­ar. Við vor­um sjálf­um okk­ur verst­ar upp við markið. Við sköpuðum fullt af fær­um og ég held að þetta hafi verið einn af okk­ar betri leikj­um í sum­ar. En fót­bolt­inn snýst um að skora mörk og við gerðum það ekki. Við get­um ekki kennt nein­um öðrum en okk­ur sjálf­um um þetta tap í dag,“ sagði Al­freð Elías Jó­hanns­son, þjálf­ari Sel­foss í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

Níutíu mínútna sókn skilaði engu
Þær vínrauðu voru sterkari aðilinn allan leikinn og sóttu án afláts án þess að ná að skora. Færin vantaði ekki, en færanýtin Selfyssinga var afleit og Cecilia Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis.

Fylkiskonur voru ekki mikið að slíta grasið á vallarhelmingi Selfyssinga en þær áttu nokkrar ágætar sóknir inn á milli og sú síðasta skilaði sigurmarki á lokamínútu leiksins.

Lokatölur leiksins urðu 0-1 og Selfyssingar eru nú komnir niður í 6. sæti deildarinnar, með tíu stig, þremur stigum frá fallsæti.

Fyrri greinBanaslys í Öræfum
Næsta greinBláberjamuffins (hnetulausar)