Viðar skoraði sigurmarkið

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið þegar Jiangsu Guoxin-Sainty lagði Shijiazhuang Ever Bright í kvöldregninu í Nanjing í kínversku súperdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sölvi Geir Ottesen kom Jiangsu yfir strax á 8. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Jiangsu höfðu yfirhöndina gegn nýliðunum í seinni hálfleik og Viðar kom sínum mönnum í 2-0 á 56. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá fyrirliðanum Sun Ke. Viðar lagði knöttinn framhjá markverðinum af stuttu færi og skoraði sitt þriðja mark í fjórum leikjum.

Shijianzhuang minnkaði muninn í uppbótartíma og lokatölur urðu 2-1 en eftir leikinn er Jiangsu Sainty í 9. sæti deildarinnar með 6 stig.

Fyrri greinKannar meðferð kransæðasjúkdóms hjá konum
Næsta greinAldrei meiri tími í útköll en í fyrra