Viðar skoraði í tapleik

Viðar Kjartansson skoraði eina mark Jiangsu Guoxin-Sainty sem tapaði 5-1 fyrir Shandong Luneng í kínversku súperdeildinni í knattspyrnu í dag.

Viðar og félagar komust lítið áleiðis gegn firnasterku liði Shandong sem leiddi 3-0 í hálfleik. Viðar fékk þó ákjósanleg færi bæði í fyrri og seinni hálfleik en það var ekki fyrr en á 87. mínútu að hann náði að skora og minnka muninn í 5-1.

Jiangsu Guoxin-Sainty er í 10. sæti deildarinnar með 3 stig, að þremur umferðum loknum.

Fyrri greinHamar lagði Stokkseyri
Næsta greinÖkklabrotin í Ölfusinu