Viðar Örn kínverskur bikarmeistari

Viðar Örn Kjartansson varð í morgun kínverskur bikarmeistari í knattspyrnu með liði sínu Jiangsu Guoxin-Sainty. Liðið sigraði Shanghai Greenland Shenhua 0-1 á útivelli.

Í úrslitum keppninnar er leikið heima og heiman en fyrri leiknum í Nanjing lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn í morgun var einnig markalaus og það var ekki fyrr en á 109. mínútu að Króatinn Sammir tryggði Jiangsu Sainty sigurinn.

Að sögn heimildarmanna sunnlenska.is á Hongkou leikvanginum í Shanghai átt Viðar Örn góðan leik en var tekinn af velli 87. mínútu.

Viðar Örn var markahæsti leikmaðurinn í kínversku bikarkeppninni í ár.

Fyrri greinBiskup prédikar í Hruna
Næsta greinKallað eftir íbúafundi og boltinn nú hjá HSu