Viðar Örn í Fylki

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson gekk í kvöld í raðir Fylkis og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í höfuðsstöðvum þess í Árbænum.

Viðar Örn sem kemur til Fylkis frá uppeldisfélagi sínu, Selfoss. Hann æfði með Fylki á dögunum og skoraði með þeim í æfingaleik.

Hann verður 23 ára gamall á árinu og hefur spilað 123 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 45 mörk. Hann hefur allan sinn feril spilað með Selfossi utan árið 2009 þegar hann var hjá ÍBV og skoraði þá þrjú mörk í 19 leikjum.

Frétt frá Fótbolta.net.

Fyrri greinAukning í hrossaslátrun hjá SS
Næsta greinFormenn í frómum félagsskap