Viðar Örn farinn til Skotlands

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson fór til Skotlands í morgun þar sem hann mun æfa í vikutíma með stórliðinu Glasgow Celtic.

Viðar er ekki einn á ferð því Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson verður einnig til reynslu hjá Celtic þessa sömu daga. Þeir félagar voru báðir meðal markahæstu sóknarmannanna í Pepsi-deildinni í sumar.

Fleiri félög hafa áhuga á Viðari en á dögunum fór hann til reynslu hjá úrvalsdeildariliði Vålerenga í Noregi. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is leist forráðamönnum norska liðsins mjög vel á Viðar og var dvöl hans hjá félaginu m.a. framlengd um þrjá daga.

Fyrri greinÞingmenn í heimsókn á Selfossi
Næsta greinÞór kreisti fram sigur á lokasekúndunum