Viðar og Jón Daði valdir í A-landsliðið

Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson, Viking og Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga, voru valdir í karlalandsliðið í knattspyrnu sem mætir Austurríki í æfingaleik í næstu viku.

Jón Daði á tvo landsleiki að baki, en þetta er í fyrsta sinn sem Viðar er valinn í A-landslið.

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á næstu vikum, fyrst gegn Austurríki í Innsbrück 30. maí og svo gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum 4. júní. Jón Daði og Viðar munu aðeins taka þátt í fyrri leiknum.