Viðar og Jón Daði á skotskónum

Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson voru báðir á skotskónum í dag með liðum sínum í Kína og Noregi.

Viðar skoraði eitt mark í 5-1 sigri Jiangsu Sainty á Guizho Zhicheng í 64-liða úrslitum kínversku bikarkeppninnar í morgun. Viðar var tekinn af velli eftir rúma klukkustund en hann skoraði í fyrri hálfleik.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Viking sigruðu Haugesund 2-0 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Jón Daði kom inná sem varamaður á 64. mínútu og skoraði annað mark Viking fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark hans í norsku deildinni í sumar.

Fyrri greinStarfsfólk Úlfljótsvatns þjálfað af björgunarsveit
Næsta greinSameiningu Landsbankans og Sparisjóðsins að ljúka