Viðar markahæstur í Svíþjóð – Malmö á toppnum

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk í gær þegar Malmö lagði Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leiknum lauk með 0-3 sigri Malmö sem tyllti sér þar með í toppsæti deildarinnar.

Viðar kom Malmö yfir á 28. mínútu og bætti svo við öðru marki á 53. mínútu. Seinna markið var tólfta mark hans í deildinni á þessu tímabili og er hann nú markahæsti leikmaður deildarinnar.

Fyrri greinJón Daði til Úlfanna
Næsta greinGuðni Th. heimsækir Sólheima